Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. apríl 2015 12:15
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Víkings: Skoti og Serbi í miðverðinum
Aukaspyrnu-Ívar hefur verið flottur á undirbúningstímabilinu.
Aukaspyrnu-Ívar hefur verið flottur á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. Víkingum er spáð sjöunda sæti en eftir miklar breytingar er nokkuð snúið að spá í byrjunarliðið.



Markmannsskipti urðu í Víkinni í vetur en Ingvar Þór Kale hvarf á braut. Danski markvörðurinn Thomas Nielsen er mættur í Fossvoginn en hann hefur ekki heillað marga stuðningsmenn. Nielsen mun berjast við Denis Cardaklija um markvarðarstöðuna.

Dofri Snorrason mun leysa hægri bakvörðinn í sumar og í hinum bakverðinum verður aukaspyrnusérfræðingurinn Ívar Örn Jónsson. Hinn skoski Alan Löwing verður áfram í hjarta varnarinnar en Milos Zivkovic frá Serbíu verður með honum þar. Milos kom til Víkings í vetur. Halldór Smári Sigurðarson, Tómas Guðmundsson og Davíð Örn Atlason eru einnig leikmenn sem gætu spilað í varnarlínunni.

Hinn öflugi Igor Taskovic og Finnur Ólafsson verða líklega á miðjunni en Viktor Bjarki Arnarsson gerir þó líka sterkt tilkall til þess að fá sæti í byrjunariðinu. Viktor er kominn aftur í Fossvoginn en hann lék síðast með uppeldisfélagi sínu árið 2006.

Margir nýir leikmenn koma til greina í stöðunum fremst á vellinum. Rolf Toft verður frammi en hann kom til Víkings frá Stjörnunni í vetur. Pape Mamadou Faye mun spila á vinstri kantinum og á þeim hægri verður Haukur Baldvinsson. Líklegt er að Stefán Þór Pálsson spili fyrir aftan framherjann en hann hefur sýnt fína takta eftir að hann kom frá Breiðabliki í vetur. Stefán var á láni hjá KA í 1. deildinni í fyrra. Andri Rúnar Bjarnason gerir einnig tilkall eftir að hafa komið til Víkings í vetur.
Athugasemdir
banner
banner