Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2015 17:40
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Gerir Zlatan kraftaverk?
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Zlatan og félagar þurfa á kraftaverki að halda.
Zlatan og félagar þurfa á kraftaverki að halda.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld en um er að ræða síðari leikina í 8-liða úrslitum keppninnar. Fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.

Leikir kvöldsins:
18:45 Barcelona - PSG (3-1)
18:45 Bayern München - Porto (1-3)

Zlatan Ibrahimovic snýr aftur í byrjunarlið Paris Saint Germain sem þarf að vinna upp 3-1 tap í fyrri leiknum gegn Barelona. Thiago Silva er frá keppni vegna meiðsla.

Luiz Suarez er í framlínu Barcelona með Lionel Messi og Neymar.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen; Alves, Piqué, Mascherano, Alba; Busquets, Rakitic, Iniesta; Suárez, Messi, Neymar.

Byrjunarlið PSG: Sirigu; Van der Wiel, Marquinhos, Luiz, Maxwell; Cabaye, Verratti, Matuidi; Cavani, Ibrahimovic, Pastore.

Í hinum leiknum tekur Bayern Munchen á móti Porto og ljóst að verkefnið er ærið þeim megin líka því Porto vann fyrri leikinn 3-1. Bayern er án Franck Ribery sem er meiddur.

Byrjunarlið Bayern: Neuer; Rafinha, Badstuber, Boateng, Bernat; Alonso, Lahm, Thiago, Götze, Müller; Lewandowski.

Byrjunarlið Porto: Fabiano, Reyes, Marcano, Indi, Maicon; Herrera, Casemiro, Torres, Quaresma, Brahimi; Jackson.

Sjá einnig:
Hjörtur Hjartarson og Kristján Guðmundsson spá í leikina



Athugasemdir
banner
banner