banner
   þri 21. apríl 2015 22:41
Elvar Geir Magnússon
Mihajlo Bibercic tekur við Kormáki/Hvöt (Staðfest)
Mynd: ia.is/kia
Kormákur/Hvöt sem leikur í 4. deildinni hefur ráðið þjálfara fyrir komandi tímabil en það er gamla markamaskínan Mihajlo Bibercic.

Bibercic lék á sínum tíma fyrir KR og ÍA þar sem hann raðaði inn mörkum fyrir aldamótin síðustu.

Kormákur/Hvöt hlaut aðeins eitt stig í C-deild Lengjubikarsins en hér að neðan má sjá tilkynningu af aðdáendasíðu Kormáks á Facebook:

„Í dag var loks staðfestur hvalreki í Húnaþingi. Rekinn hefur átt sér þónokkurn aðdraganda, en sumsé staðfestur í dag.

Serbinn Mihajlo Bibercic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks okkar í sumar.

Stöldrum aðeins við og veltum þessu fyrir okkur. Þetta er sami Mihajlo og var óstöðvandi markamaskína með ÍA og KR á árunum 1993 til 1996 sirka. Í efstu deild skoraði hann 51 mark í 73 leikjum.

Maðurinn sem var alltaf á réttum stað á réttum tíma.

Svei mér þá ef þetta er ekki tilefni til að fá sér ís. Já og svo er hann víst kallaður Bibbi, ekki er það til að minnka gleðina!"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner