Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 21. apríl 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Reuters 
Norsku konurnar ósáttar við pokalega búninga Nike
Lene Mykjåland í búningnum sem þær norsku eru ekki sáttar við.
Lene Mykjåland í búningnum sem þær norsku eru ekki sáttar við.
Mynd: NRK
Kvennalandslið Noregs kvartar sáran þessa dagana yfir því að þurfa að fara á Heimsmeistaramótið í fótbolta í pokalegum búningum frá Nike.

Nike gerði nýjan samning við norska knattspyrnusambandið sem tók gildi 1. janúar síðastliðinn. Norsku konurnar voru spenntar yfir samningnum enda á leið á HM í Kanada næsta sumar.

Nike hefur hinsvegar ekki enn hannað snið sem hentar konum og þær fengu þau skilaboð að búningarnir sem þær fengu séu gerðir fyrir bæði kyn.

,,Við vitum að þeir hafa gert sitt besta og að þeir höfðu ekki mikinn tíma, en það er óheppilegt að við þurfum að vera í búningum sem líta út eins og tjöld," sagði Trine Rönning fyrirliði Noregs við NRK.

Noregur er í 11. sæti á Heimslista FIFA en karlalið þjóðarinnar er í 70. sæti. Norska knattspyrnusambandið hefur vegna þessa verið ásakað um að hafa forgangsröðina ekki í lagi en þeir verja sitt mál.

,,Í fullkomnum heimi værum við með treyjur sem eru sérhannaðar fyrir konur en núna tekur tíma að koma samstarfinu í gang og láta sauma kvennabúningana," sagð iOve Nystuen markaðsstjóri norska kvennalandsliðsins við NRK.

,,Heimsmeistaramótið verður ein mótið án sérhannaðra búninga fyrir konur," bætti hann við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner