Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2015 18:30
Elvar Geir Magnússon
Segir Man Utd ekki hafa gefið svar varðandi Falcao
Það verður að teljast afar ólíklegt að Manchester United nýti sér forkaupsrétt á Falcao.
Það verður að teljast afar ólíklegt að Manchester United nýti sér forkaupsrétt á Falcao.
Mynd: Getty Images
Varaforseti franska félagsins Monaco segir að Radamel Falcao gæti enn gengið alfarið í raðir Manchester United. Kólumbíski sóknarmaðurinn er á árs láni frá franska félaginu en hann hefur alls ekki staðið undir væntingum á Englandi og aðeins skorað fjögur mörk.

„Ég hitti fólk frá Manchester United síðasta sunnudag og þau sögðu að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort klásúla um að kaupa hann yrði nýtt. Hann hefur ekki átt sitt besta tímabil en United hefur haldið öllu opnu og vilja taka ákvörðun í lok tímabilsins," segir varaforsetinn Vadim Vasilyev .

United er með forkaupsrétt á þessum 29 ára leikmanni en fleiri félög hafa haft samband við franska félagið.

„Það eru ekki neinar viðræður í gangi. Boltinn er í Manchester. Svo ræðum við hvað leikmaðurinn vill."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner