Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. apríl 2015 20:30
Magnús Már Einarsson
Spænskur varnarmaður í Sindra (Staðfest)
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Sindri hefur fengið spænska varnarmanninn Amadou Koulibaly Conde í sínar raðir.

Conde er 19 ára gamall og kemur frá CD Mensajero sem er í 3. deild á Spáni.

Sindri spilar í 2. deild en liðið gæti mögulega fengið frekari liðsstyrk frá Spáni á næstu dögum.

,, Við erum með annan Spánverja sem við erum líka að skoða. Það er ekki komin leikheimild fyrir hann en vonandi næst það í gegn fyrir sumardaginn fyrsta," sagði Auðun Helgason þjálfari Sindra við Fótbolta.net í dag.

,,Sá leikmaður er miðjumaður og spilaði í Lettlandi síðast. Hann er 22 ára. Spilaði þar áður í 3. deildinni á Spáni."

Sindri mætir Völsungi á sumardaginn fyrsta í undanúrslitum í B-deild Lengjubikarsins.
Athugasemdir
banner
banner