Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. apríl 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AP 
Svissnesk markamaskína í ársbann fyrir lyfjanotkun
Mynd: Getty Images
Svissneska Ólympíunefndin tilkynnti í gær að Teuta Syla sem leikur í kvennadeildinni þar í landi hafi verið dæmd í eins árs keppnisbann frá fótbolta fyrir að nota ólögleg lyf.

Tvö ólögleg lyf, effidrín og oxilofrine, voru í sýni Syla eftir leik í maí síðastliðnum.

Syla skoraði 32 mörk á síðustu leiktíið en hún spilar með Rapperswil-Jona sem komst upp í efstu deildinni í Sviss á tímabilinu. Liðið er í botnsæti deildarinnar núna og Syla hefur skorað 5 mörk.

Svissneska Ólympíudeildin lagði bannið á Syla frá 15. janúar síðastliðunum.

Oxilofrine finnst oft í megrunarlyfjum.
Athugasemdir
banner
banner