þri 21. apríl 2015 09:40
Elvar Geir Magnússon
Tíu gætu farið frá Liverpool
Powerade
Memphis Depay er mikið í umræðunni.
Memphis Depay er mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Kevin Grealish, pabbi Jack, rosa stoltur.
Kevin Grealish, pabbi Jack, rosa stoltur.
Mynd: Twitter
Það er komið að slúðurpakkanum vinsæla en BBC tekur daglega saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Juventus er tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir Raheem Sterling (20) vængmann Liverpool og þá gæti Paul Pogba (22) miðjumaður Juve fari til Manchester United eða Chelsea. (Sun)

Allt að tíu leikmenn Liverpool gætu farið frá félaginu í sumar. Þar á meðal eru varnarmennirnir Glen Johnson (30), Martin Skrtel (30) og Kolo Toure (34). (Daily Mail)

Framherjinn Memphis Depay (21) hjá PSV Eindhoven gæti farið til Liverpool þó Manchester United vilji einnig fá hann. (Express)

Líkurnar á því að Manchester City fái Kevin de Bruyne (23), miðjumann Wolfsburg, hafa minnkað eftir að leikmaðurinn tilkynnti að hann vill vera áfram í Þýskalandi. (Telegraph)

Varnarmaðurinn Ron Vlaar segir mögulegt að hann verði áfram hjá Aston Villa. Hlutirnir hafi breyst mikið með tilkomu Tim Sherwood. Villa er búið að tryggja sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins. (Guardian)

Leikmenn Manchester United óttast að markvörðurinn David de Gea (24) sé á leið til Real Madrid í sumar. (Mirror)

Robin van Persie (31) lék sinn fyrsta leik í búningi Manchester United í tvo mánuði þegar hann setti upp mark fyrir varaliðið gegn Leicester. Van Persie lék í 62 mínútur en hann hefur verið frá vegna ökklameiðsla. (Times)

Jurgen Klopp (47) hefur hafnað því að taka við West Ham í sumar. Sam Allardyce (60) stjóri West Ham verður rekinn eftir tímabilið. (Mirror)

Allardyce gæti farið í þjálfun í Bandaríkjunum. (Sun)

Blackburn Rovers vill í kringum 7 milljónir punda fyrir framherjann Rudy Gestede sem hefur skorað 17 mörk í 36 Championship leikjum á tímabilinu. Rovers hefur þegar hafnað 3,5 milljóna punda boði frá Crystal Palace í þennan 26 ára leikmann. (Times)

Jonas Gutierrez (31), miðjumaður Newcastle, mun líklega yfirgefa St James' Park í sumar eftir að hafa lent í rifrildi við John Carver knattspyrnusjóra. Argentínumaðurinn verður samningslaus í sumar. (Sun)

Landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson mætir á leik Bradford City og Barnsley í ensku C-deildinni á laugardag. Hann mun þar votta minningu þeirra 56 sem létu lífið í eldsvoða á Valley Parade 1985 virðingu sína. (Guardian)

Jason Wilcox, þjálfari U18 liðs Manchester City, segir að það sé langt í að einhverjir af hans leikmönnum komist í aðalliðið, ef þeir muni einhverntímann fá tækifærið. (Manchester Evening News)

Faðir Jack Grealish hjá Aston Villa klæddist treyju sonar síns úr undanúrslitaleiknum gegn Liverpool þegar hann fór með dætur sínar í skólann á mánudag. (Birmingham Mail)

Enska knattspyrnusambandið mun gera allt til að geta nýtt þjónustu Grealish sem er fæddur í Birmingham en á einnig möguleika á að spila fyrir írska landsliðið. (Independent)

Tveir stuðningsmenn Newcastle eru að vinna að heimildarmynd um Kevin Keegan. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner