banner
   þri 21. apríl 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður De Bruyne: Síminn stoppar ekki
Kevin De Bruyne hefur verið magnaður í vetur.
Kevin De Bruyne hefur verið magnaður í vetur.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður stoðsendingakóngsins Kevin De Bruyne hjá Wolfsburg segir algjörlega óvíst hvar leikmaðurinn spili á næsta tímabili.

Sögusagnir eru í gangi um að Bayern München sé að tryggja sér þjónustu hans fyrir 45 milljónir punda en Paris Saint-Germain og Manchester City vilja einnig fá þennan 23 ára belgíska landsliðsmann.

De Bruyne fór til Wolfsburg frá Chelsea í janúar 2014 og verið magnaður á yfirstandandi tímabili, lið hans er í öðru sæti deildarinnar. Hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp 22. Talið er að hann gæti fengið titilinn leikmaður ársins í Þýskalandi.

Umboðsmaðurinn Patrick De Koster segir allt óráðið en næstu vikur muni fara í að skoða möguleika.

„Það eru engar formlega viðræður farnar af stað. Ég mun tala við alla en Kevin er gríðarlega ánægður hjá Wolfsburg og hvernig komið hefur verið fram við hann síðan hann kom. Hann á fjögur ár eftir af samningi hans svo við þurfum að sjá hvað þeir vilja gera," segir Koster.

Talað hefur verið um að Manchester City ætli að yngja upp leikmannahóp sinn.

„Ég hef hitt fólk hjá City og við þekkjumst vel. Mörg félög hafa verið í sambandi í leit að upplýsingum. Ég hef ekki talað við neinn hjá Manchester United. Síminn stoppar ekki," segir De Koster.
Athugasemdir
banner
banner
banner