Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 21. apríl 2015 19:57
Elvar Geir Magnússon
Zeman hættur hjá Cagliari í annað sinn á tímabilinu
Zeman er fyrrum stjóri Roma.
Zeman er fyrrum stjóri Roma.
Mynd: Getty Images
Zdenek Zeman er hættur þjálfun Cagliari í annað sinn á tímabilinu. Þessi 67 ára þjálfari var rekinn rétt fyrir jól og tók þá Gianfranco Zola, fyrrum leikmaður Chelsea, við stjórnartaumunum.

Tíu deildarleikjum síðar var Zola rekinn og Zeman ráðinn aftur.

Zeman hefur hinsvegar sagt upp starfi sínu þegar fimm leikir eru eftir og liðið er níu stigum frá öruggu sæti eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr þeim fimm leikjum sem hann stýrði.

Zeman segist hafa trú á því að Cagliari geti bjargað sér frá falli þó hann telji sjálfan sig ekki geta komið í veg fyrir fall.

Gianluca Festa, fyrrum varnarmaður Caglari, er tekinn við sem þjálfari.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner