Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. apríl 2017 09:40
Elvar Geir Magnússon
Keane: Rashford verður að bæta sig
Rashford hefur skorað mikilvæg mörk í síðustu leikjum en einnig farið illa með dauðafæri.
Rashford hefur skorað mikilvæg mörk í síðustu leikjum en einnig farið illa með dauðafæri.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að það hafi sést greinilega í leik United gegn Anderlecht í gær af hverju Rauðu djöflarnir eru svona langt frá toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

United klúðraði mörgum dauðafærum áður en Marcus Rashford skoraði sigurmarkið í framlengingu.

„Guð minn góður, þegar kom að því að klára færin var þetta svo lélegt að það var ótrúlegt. Þarna sást af hverju liðið er í fimmta sæti, 15 stigum á eftir Chelsea. Liðið er ekki nægilega gott í að klára færin og ganga frá leikjum," segi Keane.

„Venjulega er refsað fyrir þetta en þeir sluppu því þeir voru að keppa gegn veikara liði í Evrópudeildinni."

„Það var eins gott að Rashford hafi skorað sigurmarkið því menn hefðu beðið eftir honum við búningsklefann eftir færin sem hann klúðraði. Honum til varnar er hann enn að læra. Hraði Rashford er magnaður og hann er að komast í stöður vegna hraðans og fá færi, en hann verður að laga það hvernig hann klárar færin."

„Fólk heldur áfram að tala um viðhorf hans innan og utan vallar en færanýtingin verður að vera betri. Þegar leikmaður er svona snöggur þá reiðir hann sig alltaf á hraðann en hann verður að æfa sig og taka réttar ákvarðanir. Hann verður að skjóta meira á rammann, þegar hann hittir á markið þá skorar hann," segir Keane.
Athugasemdir
banner