Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. apríl 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Milos Ivankovic í Hugin (Staðfest)
Milos í leik með Hugin árið 2014.
Milos í leik með Hugin árið 2014.
Mynd: Huginn
Huginn á Seyðisfirði hefur fengið varnarmanninn Milos Ivankovic til liðs við sig fyrir keppni í 2. deild í sumar.

Milos þekkir til hjá Hugin því hann var öflugur í vörn liðsins árið 2014. Eftir tímabil var hann valinn í lið ársins í 2. deildinni.

Árið 2015 söðlaði Milos um og lék með Fjarðabyggð en hann kom þá við sögu í ellefu leikjum í 1. deildinni.

Huginn mætir Hött eða Sindra í Borgunarbikarnum um aðra helgi áður en liðið mætir Njarðvík í 1. umferð í 2. deildinni þann 6. maí.

Huginn fékk í vikunni einnig góðan liðsstyrk þegar króatíski framherjinn Teo Kardum kom til félagsins. Teo þótti gífurlega efnilegur á sínum tíma en hann á yfir 50 leiki að baki með yngri landsliðum Króatíu.
Athugasemdir
banner