Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 21. apríl 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Steini Halldórs: Spáin oftar en ekki kolvitlaus
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir að það komi ekki á óvart að Fótbolta.net spái liðinu 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar.

„Nei í sjálfu sér kemur hún mér ekki á óvart en oftar en ekki er þetta kolvitlaust hjá ykkur,“ sagði Þorsteinn brosandi aðspurður út í spána.

Blikar urðu Íslandsmeistarar árið 2015 og bikarmeistarar í fyrra. Markmiðið fyrir sumarið er skýrt í Kópavogi. „Við ætlum að berjast um þá tilta sem eru í boði og stefnum á að vinna þá,“ sagði Þorsteinn sem býst við hörkudeild í sumar.

„Deildin er alltaf að verða jafnari og jafnari og ég á von á að mörg lið geti blandað sér í toppbaráttuna. Lið eins og ÍBV, Þór/KA og KR eru sterkari en í fyrra. Valur er með flott lið og Stjarnan með mjög sterkt lið. Grindavík ætlar sér að blanda sér í þetta svo þetta verður flott mót í sumar en um leið svolítið sérstakt þar sem það kemur rúmlega fimm vikna hlé í mitt mót.“

Breiðablik fékk einungis átta mörk á sig í Pepsi-deildinni í fyrra. Í vetur fóru landsliðskonurnar Hallbera Gísladóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hins vegar báðar í önnur lið.

„Auðvitað er það missir að missa tvo af betri varnarmönnum Íslands en við höfum fyllt í þau skörð eins og kostur er og við verðum með sterka vörn í sumar.“

„Hópurinn okkar er töluvert yngri enda misstum við tvær sem voru komnar langt á fertugsaldurinn svo að meðalaldurinn lækkaði töluvert. Fleiri yngri stelpur hafa verið að fá tækifæri í vetur til að stimpla sig inn og svo erum við með þrjár sem eru í námi í USA og koma þær bara beint í mótið.“

Athugasemdir
banner
banner
banner