Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. apríl 2017 07:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Stjóri Rangers: Leikurinn við Celtic venjulegur leikur
Pedro Caixinha, stjóri Rangers
Pedro Caixinha, stjóri Rangers
Mynd: Getty Images
Skosku erkifjendurnir úr Glasgow borg, Rangers og Celtic mætast í undanúrslitum skoska bikarsins á sunnudag og er Pedro Caixinha, stjóri Rangers einbeittur fyrir leikinn.

Pedro segist nálgast leikinn gegn Celtic líkt og um venjulegan leik væri að ræða og ætlar ekki að gera miklar breytingar á liðinu.

„Ég undirbý liðið alveg eins og fyrir aðra leiki. Það verður ekkert öðruvísi," sagði Pedro

„Eina það sem er öðruvísi er að þetta eru undanúrslit, þannig að þetta getur orðið 90 mínútur eða 120 mínútur, eða farið í vítaspyrnukeppni. Það er eini munurinn, jú og svo auðvitað er þetta slagur erkifjendanna. Fyrir utan það verður allt það sama.

Liðin eru sigursælustu lið Skotlands og hafa mæst hvorki meira né minna en 406 sinnum! Rangers hefur unnið 159 leiki, Celtic 149 leiki og 98 sinnum hafa leikar staðið jafnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner