Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. apríl 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeildin - Gunnar Jarl velur sitt lið
Liðið hjá Gunnari.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Liðið hjá Gunnari. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Gunnar Jarl Jónsson.
Gunnar Jarl Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jósef Kristinn Jósefsson er í liðinu.
Jósef Kristinn Jósefsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Elfar Árni er frammi hjá Gunnari.
Elfar Árni er frammi hjá Gunnari.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Einungis sex dagar eru í að Pepsi-deildin hefjist. Draumaliðsdeild Eyjabita er opin og við hvetjum fólk til að skrá lið sitt til leiks í tæka tíð.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Gunnar Jarl Jónsson hefur lagt flautuna á hilluna en í sumar verður hann sérfræðingur í Pepsi-mörkunum. Gunnar er að sjálfsögðu klár með lið í Draumaliðsleikinn.

„Ég var kallaður konungur Draumaliðsleiks DV hér á árum áður þegar það þurfti að fara með úrklippur úr DV niður á skrifstofurnar í Þverholti til að gera leikmannaskipti," sagði Gunnar Jarl.

„Aðeins Hálfdán Gíslason kom í veg fyrir sigur minn árið 2000 þegar hann skoraði gagnslaust mark gegn Fylki í lokaumferðinni. Árði 2001 var ég sömuleiðis efstu en veðjaði gegn Óla Þórðar og hans mönnum í ÍA gegn ÍBV. Var með Hlyn Stefánsson í vörninni. Það kostaði mig. Núna er kominn tími á að sýna sömu takta."

„Liðið mitt heitir German Burgos í höfuðið á þeim geggjaða markmanni hjá Atletico Madrid. Hef alltaf verið með sama nafn, Davíð Kristjón Jónsson Majones í höfuðið á bróður mínum en í ljósi þess að það er 2018 og mamma verður 70 ára 2021 þá ætla ég ekki að gera henni það að halda því nafni. German Burgos stendur uppi sem sigurvegari í lok september."


Christan Martinez
Ekki hægt að sleppa Christian. Er með sterka vörn fyrir framan sig og er þar að auki vítabani. Guðmann reyndar frá í fyrstu tveimur leikjunum en þeir munu halda hreinu. Mun halda lakinu hreinu nokkrum sinnum í sumar.

Jonathan Hendrix
Búinn að vera einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar undanfarin ár. Hann er alltaf að fara að henda í nokkra stoðsendingar í sumar og svo er þetta drengur góður og fær engin heimskuleg spjöld.

Bjarni Ólafur Eiríksson
Auðveldasta val í heimi. Gæji sem er lykilmaður í þessu Valsliði í vörn og sókn. Geggjuð hlaup í sóknarleiknum, duglegur við að henda sér fram og skora mörk af og til. Leggur upp og skorar. Hvað viltu meira af varnarmanni?

Jósef Kristinn Jósefsson
Jobbi gefur stoðsendingu í öðrum hverjum leik nánast. Þarf ekki að ræða þetta. Samvinna hans og Hilmars Árna til fyrirmyndar. Jobbi mokar inn stigum fyrir mig í sumar.

Nemanja Latinovic
Nemo eins og gárungarnir kalla hann búinn að vera geggjaður á undirbúningstímabilinu. Skoraði gegn Val í úrslitum Lengjubikarsins og það mun gerast nokkrum sinnum í sumar.

Rene Joensen
Þú ert ekkert með draumalið án þess að vera með einn grjótharðan Færeying í liðinu. Í þokkabót var hann markahæsti maður Grindavíkur í Lengjubikarnum. Er þetta nýr Fróði Benjaminsen? Mögulega frændi Sámal Joensen sem spilaði með Leiftri forðum daga? Ekki ólíklegt.

Dion Acoff
Litið vel út á undirbúningstímabilinu. Hleypur hraðar en ég og hann mun haldast heill í sumar og leggja upp flest mörk allra í deildinni. Hef séð hann spóla framhjá ófáum varnarmönnum undanfarin ár. Dion í standi í besta fótboltaliði landsins. No brainer.

Ægir Jarl Jónasson
Það væri ákveðinn skandall ef nafni minn Ægir Jarl væri ekki í liðinu. Það er kominn tími á að minn maður stígi upp og leiði þetta Fjölnislið áfram í markaskorun og stoðsendingum. Verið að spila frammi í vetur og mun byrjar þar í fyrsta leik og opna markareikning sinn í Egilshöllinni.

Elfar Árni Aðalsteinsson
Maðurinn sem KA treystir á í sumar þegar kemur að markaskorun. Skorar ekki undir 10 mörkum. Safe bet á Elfar alla daga ársins. Verður sumarið hans.

Tobias Thomsen
Frábær í vetur. 9 mörk í slöku KR-liði í fyrra. Er í geggjuðu liði núna með Kristinn Frey, Guðjón Pétur, Dion, Bjarna Ólaf og Patrick Pedersen til að leggja upp á sig. Mun enda í 10+ alltaf og leggja upp annað eins. Stigahæsti leikmaður Draumaliðsleiks Eyjabita 2018.

Guðjón Baldvinsson
Eini maðurinn sem getur sent á sjálfan sig og hlaupið og náð boltanum. Fengi hann stoðsendingu og mark skráð fyrir slíkt? Stjarnan skorar mörk og þá skorar Gaui mörk. 10+ alltaf. Svo auðvelt val að það er ekki einu sinni fyndið.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Andri Rúnar Bjarnason velur sitt lið
Orri Sigurður Ómarsson velur sitt lið
Böddi löpp velur sitt lið
Lucas Arnold velur sitt lið
Tómas Þór velur sitt lið
Hörður Björgvin velur sitt lið
Benedikt Valsson velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner