Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. apríl 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
Ísland í dag - Síðustu skrefin fyrir Pepsi-deildina
Breiðablik og Grindavík mætast á grasi í Grindavík.
Breiðablik og Grindavík mætast á grasi í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjölmargir leikir á dagskrá víðsvegar um Ísland í dag. Fjögur lið í Pepsi-deild karla spila sinn síðasta leik áður en deildin hefst í næstu viku.

Grindavík og Breiðablik mætast á grasi suður með sjó og í Egilshöll eigast Fjölnir og Fylkir við.

Mjólkurbikarinn er kominn á fullt skrið og fjórir leikir fara fram í keppninni í dag. Skallagrímur og Reynir S. mætast á Akranesvelli.

Magnamenn sem leika í Inkasso deildinni í fyrsta sinn í sumar mæta KF á Akureyri. Þá mætast Einheri og Leiknir F og Fram taka á móti GG á Framvellinum.

Einnig verður leikið í B og C deildum Lengjubikars kvenna. Selfoss og Grindavík mætast á JÁVERK-vellinum og þá eigast Fylkir og HK/Víkingur við í toppslag B deildarinnar.

Æfingaleikir
13:00 Grindavík - Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
17:30 Fjölnir - Fylkir (Egilshöll)

Lengjubikar kvenna - B-deild
14:00 Selfoss-Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Fylkir-HK/Víkingur (Fylkisvöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild riðill 1
14:00 Álftanes-Þróttur R. (Bessastaðavöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild riðill 2
14:00 Grótta-Keflavík (Vivaldivöllurinn)
15:15 Fjölnir-Sindri (Egilshöll)

Bikarkeppni karla
13:00 Skallagrímur-Reynir S. (Akraneshöllin)
14:00 Magni-KF (KA-völlur)
14:00 Einherji-Leiknir F. (Fellavöllur)
14:00 Fram-GG (Framvöllur)
Athugasemdir
banner
banner