Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. apríl 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
N1 aðalstyrktaraðili ÍBV næstu þrjú ár
Mynd: ÍBV
N1 og stjórn ÍBV hafa undirritað samning sem felur í sér að N1 verður á ný aðalstyrktaraðili ÍBV í meistaraflokki karla í knattspyrnu og gildir samningurinn til næstu þriggja ára.

Þar með er þráðurinn tekinn upp að nýju í samstarfi félaganna tveggja, því fyrirtækið var aðalstyrktaraðili ÍBV á árunum 1988 - 2006. Á því tímabili varð félagið Íslandsmeistari í tvígang og einu sinni tvöfaldur meistari, þegar liðið var bæði Íslands- og bikarmeistari.

„N1 hefur verið dyggur bakhjarl knattspyrnu á Íslandi um langt árabil og það er afar ánægjulegt að taka þráðinn upp að nýju með ÍBV. Samstarf félaganna hefur verið farsælt og það er alltaf skemmtilegt að rifja upp gömlu, góðu tímana," segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdstjóri fyrirtækjasviðs N1.

Það voru þeir Hinrik Örn og Víðir Róbertsson, úr stjórn ÍBV, sem skrifuðu undir samninginn að viðstöddum leikmönnum úr meistaraflokki ÍBV.

N1 óskar ÍBV góðs gengis á vellinum í sumar og er fullviss um að samstarfið verði gott og beri góðan árangur á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner