Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var eðlilega svekktur með 0-1 tap fyrir FH í kvöld.
,,Auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Við verðum bara að taka þessu eins og menn, við áttum miðað við frammistöðuna í leiknum ekkert skilið út úr þessu þannig séð, en hefðum getað náð í jafntefli alla vega. Þeir skoruðu eitt og við ekkert," sagði Gunnleifur.
,,Ekkert ósvipað og við höfum gert. Við viljum spila sóknarbolta, en fundum fá færi á þeim í fyrri hálfleik og vorum ekki að spila eins og við vildum og FH-ingar mun betri en við í fyrri hálfleik, en við náðum betra floti í seinni hálfleik og mun skárri en sá fyrri."
,,FH er með frábært lið, Íslandsmeistarar og með frábæra menn í hverri stöðu. Það er hætt við því að lið fái á sig færi á móti þeim, þannig ég þurfti bara að standa mína vakt."
,,Nei, við erum ekki ánægðir með það, það er augljóst mál. Því verður ekki breytt, á morgun kemur nýr dagur og þá förum við að undirbúa næsta leik og halda áfram og horfa fram á veg," sagði Gunnleifur að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir