Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 21. maí 2013 12:15
Elvar Geir Magnússon
Gunnleifur: Ætlum að vinna sama hvernig við gerum það
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
„Tilfinningin fyrir þennan leik er alveg sú sama og fyrir aðra leiki. Ég er bara einbeittur að því að standa mig fyrir Breiðablik og gera allt sem ég get til að við vinnum í kvöld," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks.

Breiðablik fær FH í heimsókn í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli klukkan 20:00. Gunnleifur gekk í raðir Blika frá FH eftir síðasta tímabil.

„Þetta er óneitanlega risaleikur miðað við árangur þessara liða síðustu ár. FH hefur frábæra leikmenn í öllum stöðum, það eru ekki bara sóknarmennirnir sem við þurfum að hafa gætur á í kvöld. Maður verður að vera tilbúinn í allskonar aðstæður."

Er Gunnleifur ánægður með byrjunina hjá Breiðabliki?

„Við höfum verið að spila vel en við viljum ekki mikið hugsa til baka. Það eru komin sex stig í hús og við erum ákveðnir í að sækja þrjú til viðbótar í kvöld."

Allir þrír leikir Breiðabliks í sumar hafa endað með markatölunni 4-1. Blikar hafa unnið tvo leiki en töpuðu fyrir ÍBV með þessari markatölu.

„Ef þær lokatölur koma í kvöld og verða okkur í hag þá verð ég mjög ánægður. En við ætlum okkur að vinna þennan leik sama hvernig við förum að því. Áhorfendur eiga von á skemmtilegum leik þar sem bæði lið eru þekkt fyrir öflugan sóknarleik," segir Gunnleifur.

Leikir kvöldsins:
19:15 ÍA - Fram (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Stjarnan - Valur (Samsung völlurinn)
20:00 Breiðablik - FH (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner