Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   þri 21. maí 2013 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson: Blod på tanden
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var svekktur með 0-1 tap liðsins gegn FH í kvöld.

,,Vítaspyrnan var nú ekki það sem réði úrslitum í þessum leik, en að sjálfsögðu ef við hefðum skorað úr henni og leikurinn farið jafntefli þá hefði verið hálfgert óbragð í munninum á manni en við hefðum tekið þvi óbragði," sagði Ólafur.

,,Frammistaðan var einfaldlega ekki nógu góði til þess að fá einhvern skapaðan hlut úr þessum leik. Leikurinn spilaðist ekki vel af okkar hálfu, við vorum varnarlega veikir úti um allan völl, aftasta línan mjög óörugg, miðjan lenti undir."

,,Sendingarnar voru slakar, ákvörðunartaka ekki góð og í hreinskilni sagt var þetta slakur leikur hjá okkur. Menn eru svolítið að blekkja sig á því að það hafi ráðið úrslitum, segir kannski mikið um okkar hlutskipti í leiknum að við náðum ekki einu sinni að setja vítaspyrnu í leiknum."

,,Þetta var slakasta frammistaðan í langan tíma og það er fúlt að það skuli vera hér á Íslandsmóti gegn FH. Það reynir svolítið á það núna hvernig við erum skrúfaðir saman, það er ljóst að þú tapir leikjum og gerir mistök, það er ekki spurning hvort heldur hvernig þú bregst við því."

,,Mér fannst ágætt að hann kæmi út úr og sæi leikinn utan frá og ætti svo möguleika á því að koma inn á. Þetta spilaðist svolítið öðruvísi en ég hafði lagt upp og reikna með en það hafa allir gott af því að setjast á bekkinn og fá blod på tanden,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner