Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 21. maí 2013 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson: Blod på tanden
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var svekktur með 0-1 tap liðsins gegn FH í kvöld.

,,Vítaspyrnan var nú ekki það sem réði úrslitum í þessum leik, en að sjálfsögðu ef við hefðum skorað úr henni og leikurinn farið jafntefli þá hefði verið hálfgert óbragð í munninum á manni en við hefðum tekið þvi óbragði," sagði Ólafur.

,,Frammistaðan var einfaldlega ekki nógu góði til þess að fá einhvern skapaðan hlut úr þessum leik. Leikurinn spilaðist ekki vel af okkar hálfu, við vorum varnarlega veikir úti um allan völl, aftasta línan mjög óörugg, miðjan lenti undir."

,,Sendingarnar voru slakar, ákvörðunartaka ekki góð og í hreinskilni sagt var þetta slakur leikur hjá okkur. Menn eru svolítið að blekkja sig á því að það hafi ráðið úrslitum, segir kannski mikið um okkar hlutskipti í leiknum að við náðum ekki einu sinni að setja vítaspyrnu í leiknum."

,,Þetta var slakasta frammistaðan í langan tíma og það er fúlt að það skuli vera hér á Íslandsmóti gegn FH. Það reynir svolítið á það núna hvernig við erum skrúfaðir saman, það er ljóst að þú tapir leikjum og gerir mistök, það er ekki spurning hvort heldur hvernig þú bregst við því."

,,Mér fannst ágætt að hann kæmi út úr og sæi leikinn utan frá og ætti svo möguleika á því að koma inn á. Þetta spilaðist svolítið öðruvísi en ég hafði lagt upp og reikna með en það hafa allir gott af því að setjast á bekkinn og fá blod på tanden,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner