Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 21. maí 2013 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson: Blod på tanden
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var svekktur með 0-1 tap liðsins gegn FH í kvöld.

,,Vítaspyrnan var nú ekki það sem réði úrslitum í þessum leik, en að sjálfsögðu ef við hefðum skorað úr henni og leikurinn farið jafntefli þá hefði verið hálfgert óbragð í munninum á manni en við hefðum tekið þvi óbragði," sagði Ólafur.

,,Frammistaðan var einfaldlega ekki nógu góði til þess að fá einhvern skapaðan hlut úr þessum leik. Leikurinn spilaðist ekki vel af okkar hálfu, við vorum varnarlega veikir úti um allan völl, aftasta línan mjög óörugg, miðjan lenti undir."

,,Sendingarnar voru slakar, ákvörðunartaka ekki góð og í hreinskilni sagt var þetta slakur leikur hjá okkur. Menn eru svolítið að blekkja sig á því að það hafi ráðið úrslitum, segir kannski mikið um okkar hlutskipti í leiknum að við náðum ekki einu sinni að setja vítaspyrnu í leiknum."

,,Þetta var slakasta frammistaðan í langan tíma og það er fúlt að það skuli vera hér á Íslandsmóti gegn FH. Það reynir svolítið á það núna hvernig við erum skrúfaðir saman, það er ljóst að þú tapir leikjum og gerir mistök, það er ekki spurning hvort heldur hvernig þú bregst við því."

,,Mér fannst ágætt að hann kæmi út úr og sæi leikinn utan frá og ætti svo möguleika á því að koma inn á. Þetta spilaðist svolítið öðruvísi en ég hafði lagt upp og reikna með en það hafa allir gott af því að setjast á bekkinn og fá blod på tanden,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner