Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. maí 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Allegri: Stefnum á þrennuna
Sigursæll
Sigursæll
Mynd: Getty Images
Max Allegri, stjóri Juventus, var í skýjunum eftir að liðsmenn hans tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í gærkvöldi.

Juventus vann Lazio 2-1 í framlengdum leik eftir að hafa lent undir eftir sex mínútur.

Juventus hefur verið sigursælt í ítölskum fótbolta á undanförnum árum en það eru tuttugu ár síðan Juventus hreppti síðast þennan titil.

„Lazio áttu mjög góðan leik. Þetta var góður úrslitaleikur og við vissum að þetta yrði öðruvísi en að spila í deildinni. Við gerðum vel og þeir gerðu vel. Þeir voru óheppnir að skjóta í stöngina tvisvar og það var heppnisstimpill yfir sigurmarkinu okkar", sagði Allegri í leikslok.

Juventus tryggði sér sigur í deildinni fyrir þónokkru síðan og á nú möguleika á þrennunni en liðið er komið í úrslit Meistaradeildarinnar.

„Það var ekki auðvelt að vinna deild og bikar. En nú ætlum við okkur að vinna þriðja bikarinn. Það er ekki auðvelt að vera inn í öllum keppnum yfir heilt tímabil en við ætlum að reyna að láta drauminn rætast, sagði sigurreifur Allegri.

Juventus mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvangnum í Berlín þann 6.júní næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner