Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: BBC 
Cantona kærir New York Cosmos
Lætur ekki vaða yfir sig
Lætur ekki vaða yfir sig
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Eric Cantona stendur nú í málaferlum við bandaríska knattspyrnufélagið New York Cosmos.

Cantona telur félagið skulda sér laun frá því þegar hann starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu á árunum 2011-2012.

Frakkinn fer fram á að fá greidd rúmlega 600 þúsund pund, eða um 125 milljónir í íslenskum krónum.

New York Cosmos er gamalgróið stórlið í Bandaríkjunum en á árum áður enduðu leikmenn á borð við Pele og Franz Beckenbauer glæstan feril sinn hjá félaginu.

Fyrir fimm árum stóð til að endurreisa félagið til fyrri frægðar og komast í MLS deildina. Ráðning Cantona var hluti af því ferli. Það misheppnaðist en liðið leikur nú í NASL deildinni og á meðal leikmanna liðsins eru Raul og Marcos Senna.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner