fim 21. maí 2015 19:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Football-Italia 
Carlo Ancelotti í viðræðum við Milan
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar á Ítalíu og Spáni greina frá því að Carlo Ancelotti sé mögulega að taka við AC Milan á nýjan leik.

Hinn 55 ára gamli Ancelotti stýrði Milan á árunum 2001 til 2009 og gerði frábæra hluti með liðinu. Hann hefur síðan þá stýrt Chelsea, PSG og nú síðast Real Madrid sem hann gerði að Evrópumeisturum á síðustu leiktíð.

Ancelotti er hinsvegar sagður valtur í sessi hjá Madrídarliðinu þar sem tímabilið í ár verður titlalaust, sem er að sjálfsögðu undir væntingum hjá þessu stærsta félagi heims.

Hann er sagður eiga fund með forráðamönnum Milan í kvöld og að þar verði rædd samningslok hans hjá Madrid sem vill fá 3,5 milljónir evra fyrir stjórann.
Athugasemdir
banner
banner