Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. maí 2015 13:43
Magnús Már Einarsson
Liverpool aflýsir fundi með umboðsmanni Sterling
Sterling á sprettinum.
Sterling á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur hætt við að funda með umboðsmanni Raheem Sterling á morgun.

Aidy Ward, umboðsmaður Sterling, sagði í morgun að Sterling muni ekki skrifa undir samning hjá Liverpool jafnvel þó að félagið myndi bjóða honum 900 þúsund pund í vikulaun.

Forráðamenn Liverpool voru allt annað en ánægðir með þessi ummæli Sterling og hafa nú aflýst fundinum sem var fyrirhugaður á morgun.

„Hann mun pottþétt ekki skrifa undir. Hann mun ekki skrifa undir þó hann fái 700, 800 eða 900 þúsund pund á viku. Hann skrifar ekki undir," sagði Ward í morgun.

Sterling verður samningslaus árið 2017 en hann vill yfirgefa herbúðir Liverpool í sumar.
Athugasemdir
banner
banner