Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 21. maí 2017 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: ÍBV með öflugan sigur í Ólafsvík
ÍBV sótti þrjú stig til Ólafsvíkur.
ÍBV sótti þrjú stig til Ólafsvíkur.
Mynd: Raggi Óla
Víkingur Ó. 0 - 3 ÍBV
0-1 Alvaro Montejo ('21)
0-2 Arnór Gauti Ragnarsson ('78)
0-3 Arnór Gauti Ragnarsson ('92)
Rautt spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Víkingur Ó. ('54)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild karla er lokið. Víkingur fékk ÍBV í heimsókn til Ólafsvíkur í fyrsta leik 4. umferðar deildarinnar.

Bæði lið höfðu unnið einn leik fyrir leikinn í dag, en gestirnir frá Vestmannaeyjum voru með stigi meira.

Fyrsta mark leiksins kom eftir 21. mínútu þegar hinn spænski Alvaro Montejo skoraði eftir magnaðan undirbúning frá Felixi Erni Friðrikssyni. Hann lék á fjóra leikmenn og gaf boltann á Alvaro.

Eyjamenn fóru með 1-0 forystu í hálfleik, en eftir tíu mínútur í seinni hálfleiknum dró til tíðinda þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson var rekinn af velli. Hann fékk beint rautt.

ÍBV nýtti sér liðsmuninn með tveimur mörkum frá varamanninum Arnóri Gauta Ragnarssyni, en lokatölur urðu 3-0 fyrir gestina.

ÍBV hoppar upp í fjórða sæti deildarinnar, en Ólsarar eru við botninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner