Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   sun 21. maí 2017 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Vorum eins og lið í dag
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 3-2 sigur liðsins á Víkingum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Blika í mótinu.

Blikar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld en bæði misstu þjálfara sína á dögunum.

Arnar Grétarsson var rekinn frá Breiðablik á dögunum og þá hætti Milos Milojevic með Víkinga á föstudaginn.

Það hefur ekkert gengið í sóknarleik Blika á tímabilinu en það var þó breyting á því í kvöld.

„Þetta var alveg stórkostlegt. Uppleggið var að spila okkar leik eins og við höfum reynt að gera, það var góður andi í þessu öllu núna og náðum að berjast fyrir hvorn annan og gerðum flott mörk," sagði Sigurður.

„Þetta er náttúrlega sama lið en þetta hefur batnað hjá okkur. menn eru að fá sjálfstraust og með kassann út í loftið. Við vorum eins og lið í dag, börðumst saman og það vantaði fyrst."

Blikar skoruðu tvö mörk úr föstum leikatriðum en fengu líka á sig mörk úr þeim.

„Við fengum á okkur líka mörk úr þeim og þurfum að laga það en jú við skoruðum. Frábært spil i fyrsta markinu, virkilega flott."

Milos hætti með Víking á föstudaginn en Sigurður telur það ekki hafa mikil áhrif á leikinn.

„Það voru sömu leikmenn að spila, þeir eru jafngóðir og á föstudaginn. Þetta eru bæði frábær lið og þessi þjálfari eða einhver annar, auðvitað vigtar það eitthvað en það ræður ekki úrslitum."

Sigurður veit ekki hvort hann haldi áfram með Blikaliðið.

„Ég ræði við þá á eftir eða í fyrramálið. Planið var að klára þennan leik og hann er búinn. Ég hef ekki hugmynd um það hvort ég stýri liðinu út tímabilið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner