De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 21. maí 2017 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Vorum eins og lið í dag
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 3-2 sigur liðsins á Víkingum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Blika í mótinu.

Blikar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld en bæði misstu þjálfara sína á dögunum.

Arnar Grétarsson var rekinn frá Breiðablik á dögunum og þá hætti Milos Milojevic með Víkinga á föstudaginn.

Það hefur ekkert gengið í sóknarleik Blika á tímabilinu en það var þó breyting á því í kvöld.

„Þetta var alveg stórkostlegt. Uppleggið var að spila okkar leik eins og við höfum reynt að gera, það var góður andi í þessu öllu núna og náðum að berjast fyrir hvorn annan og gerðum flott mörk," sagði Sigurður.

„Þetta er náttúrlega sama lið en þetta hefur batnað hjá okkur. menn eru að fá sjálfstraust og með kassann út í loftið. Við vorum eins og lið í dag, börðumst saman og það vantaði fyrst."

Blikar skoruðu tvö mörk úr föstum leikatriðum en fengu líka á sig mörk úr þeim.

„Við fengum á okkur líka mörk úr þeim og þurfum að laga það en jú við skoruðum. Frábært spil i fyrsta markinu, virkilega flott."

Milos hætti með Víking á föstudaginn en Sigurður telur það ekki hafa mikil áhrif á leikinn.

„Það voru sömu leikmenn að spila, þeir eru jafngóðir og á föstudaginn. Þetta eru bæði frábær lið og þessi þjálfari eða einhver annar, auðvitað vigtar það eitthvað en það ræður ekki úrslitum."

Sigurður veit ekki hvort hann haldi áfram með Blikaliðið.

„Ég ræði við þá á eftir eða í fyrramálið. Planið var að klára þennan leik og hann er búinn. Ég hef ekki hugmynd um það hvort ég stýri liðinu út tímabilið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner