Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 21. maí 2017 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Vorum eins og lið í dag
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 3-2 sigur liðsins á Víkingum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Blika í mótinu.

Blikar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld en bæði misstu þjálfara sína á dögunum.

Arnar Grétarsson var rekinn frá Breiðablik á dögunum og þá hætti Milos Milojevic með Víkinga á föstudaginn.

Það hefur ekkert gengið í sóknarleik Blika á tímabilinu en það var þó breyting á því í kvöld.

„Þetta var alveg stórkostlegt. Uppleggið var að spila okkar leik eins og við höfum reynt að gera, það var góður andi í þessu öllu núna og náðum að berjast fyrir hvorn annan og gerðum flott mörk," sagði Sigurður.

„Þetta er náttúrlega sama lið en þetta hefur batnað hjá okkur. menn eru að fá sjálfstraust og með kassann út í loftið. Við vorum eins og lið í dag, börðumst saman og það vantaði fyrst."

Blikar skoruðu tvö mörk úr föstum leikatriðum en fengu líka á sig mörk úr þeim.

„Við fengum á okkur líka mörk úr þeim og þurfum að laga það en jú við skoruðum. Frábært spil i fyrsta markinu, virkilega flott."

Milos hætti með Víking á föstudaginn en Sigurður telur það ekki hafa mikil áhrif á leikinn.

„Það voru sömu leikmenn að spila, þeir eru jafngóðir og á föstudaginn. Þetta eru bæði frábær lið og þessi þjálfari eða einhver annar, auðvitað vigtar það eitthvað en það ræður ekki úrslitum."

Sigurður veit ekki hvort hann haldi áfram með Blikaliðið.

„Ég ræði við þá á eftir eða í fyrramálið. Planið var að klára þennan leik og hann er búinn. Ég hef ekki hugmynd um það hvort ég stýri liðinu út tímabilið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner