mán 21. maí 2018 22:00
Ingólfur Stefánsson
Alonso: Leikmenn Liverpool þurfa að hafa stjórn á tilfinningum sínum
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso telur að Liverpool eigi möguleika á því að sigra Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar næsta laugardag en segir að leikmenn liðsins þurfi að hafa stjórn á tilfinningum sínum.

Alonso vann Meistaradeildina með Liverpool árið 2005 og Real Madrid árið 2014.

Real hafa unnið þrjá af síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni. Liðið leitast eftir því að vinna keppnina þriðja árið í röð í Kiev á laugardag.

Enginn af leikmönnum Liverpool hefur spilað áður í úrslitum Meistaradeildarinnar en Jurgen Klopp tapaði úrslitaleiknum gegn Bayern Munchen þegar hann stýrði Dortmund árið 2013.

Alonso segir þó að reynsluleysi Liverpool liðsins sé eitthvað sem leikmennirnir geti komist yfir.

„Þeir þurfa að undirbúa sig gífurlega vel fyrir þennan leik því að Real Madrid liðið hefur mikla reynslu úr slíkum leikjum."

„Fyrir alla leikmenn Liverpool verður þetta fyrsti úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni. Þeir þurfa að hafa stjórn á tilfinningum sínum og einbeita sér að fótboltanum."

„Ef þeir ná jafnvægi á milli spennunnar og hvatningarinnar geta þeir gert hvað sem er í úrslitaleiknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner