Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. maí 2018 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Rúnar Alex tryggði þriðja sætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Dal Hende tryggði Midtyjlland danska titilinn er liðið lagði Horsens að velli með einu marki gegn engu í dag.

Kjartan Henry Finnbogason lék fyrstu 65 mínúturnar fyrir Horsens en náði ekki að koma sér á blað, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa svo gott sem eyðilagt titilvonir Bröndby með tvennu af bekknum.

Eini möguleiki Bröndby á titlinum var með því að sigra Álaborg á heimavelli í dag en svo varð ekki. Gestirnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks og náðu heimamenn ekki að jafna fyrr en undir lokin. Hjörtur Hermannsson sat allan tímann á bekknum.

Rúnar Alex Rúnarsson hélt þá hreinu í markalausu jafntefli Nordsjælland gegn Kaupmannahöfn. Rúnar átti frábæran leik og er jafnteflið afar mikilvægt því það tryggir þriðja sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildina í haust.

Kaupmannahöfn endar í fjórða sæti, einu stigi eftir Nordsjælland. Fjórða sætið gefur þátttökurétt í umspil fyrir undankeppni Evrópudeildarinnar.

Midtjylland 1 - 0 Horsens
1-0 Marc Dal Hende ('59)

Bröndby 1 - 1 Álaborg
0-1 K. Risgard ('45)
1-1 B. Rocker ('89)

Nordsjælland 0 - 0 Kaupmannahöfn
Athugasemdir
banner
banner
banner