banner
   mán 21. maí 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Hannes hefur ekki áhyggjur af því að missa af HM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, segist ekki hafa áhyggjur af því að missa af HM í Rússlandi í sumar.

Hannes lenti í meiðslum í lokaleik tímabilsins í Danmörku en í samtali við BT segist hann ekki hræddur um að þáttaka hans á HM sé í hættu.

„Ég er ekki viss um það hvort þetta sé smávægileg tognun eða eitthvað annað. Þetta gerðist þegar ég sparkaði boltanum fram í fyrri hálfleik. Ég fann eitthvað gerast í náranum og átti í kjölfarið erfitt með að sparka í boltann."

„Ég er ekki hræddur um að HM sé í hættu en við tókum ákvörðun í hálfleik um að það væri skynsmalegast að taka mig af velli."
Athugasemdir
banner
banner
banner