Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. maí 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Henderson grét þegar Liverpool reyndi að skipta honum fyrir Dempsey
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson miðjumaður Liverpool er ásamt liðfsélögum sínum á fullu að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu næsta laugardag.

Henderson rifjaði upp þegar hann var næstum látinn fara frá Liverpool einungis einu ári eftir að hann gekk til liðs við félagið í viðtali hjá Dailymail í gær.

Þrátt fyrir að hafa fengið að spila reglulega á sínu fyrsta tímabili með Liverpool árið 2012 leit allt út fyrir að Henderson, þá 22 ára gamall, myndi yfirgefa félagið og fara til Fulham í skiptum fyrir Clint Dempsey.

„Brendan Rodgers kallaði mig inn á skrifstofu sína og spurði mig hvað mér finndist um að fara í skiptum fyrir Dempsey til Fulham," sagði Henderson.

„Þegar ég gekk út af fundinum grét ég því að þetta var sársaukafull lífsreynsla. Ég talaði við umboðsmann minn og sagði honum að ég vildi ekki fara. Ég vildi vera áfram hjá Liverpool og berjast fyrir sæti mínu og sanna mig fyrir þjálfaranum."

„Umboðsmaður minn og pabbi minn voru sammála mér og studdu mig í þeirri ákvörðun að vera áfram. Frá þeim tímapunkti hef ég lagt hart að mér og ég held ég hafi náð að sanna mig fyrir Brendan áður en hann fór."

„Það eru alltaf augnablik í lífinu þar sem þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun en í mínum huga var aldrei alvöru möguleiki á því að ég myndi yfirgefa Liverpool."


Clind Dempsey gekk til liðs við Tottenham þetta sumar og nú 6 árum síðar er Henderson orðinn fyrirliði Liverpool og hefur leikið 279 leiki fyrir liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner