Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 21. maí 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mattia Perin velur Juventus
Mynd: Getty Images
Mattia Perin mun berjast við Wojciech Szczesny um byrjunarliðssæti á milli stanga Juventus á næsta tímabili, komist Ítalíumeistararnir að samkomulagi um kaupverð við Genoa.

Gianluigi Buffon er á leið frá félaginu eftir mögnuð 17 ár og virðist Szczesny vera tilbúinn til að taka við keflinu eftir gott tímabil.

Perin er talinn helsti keppinautur Gianluigi Donnarumma um að vera arftaki Buffon í ítalska landsliðinu en hann hefur varið mark Genoa við frábæran orðstír undanfarin ár. Hann verður 26 ára í nóvember.

Nokkur af stærstu félögum Ítalíu hafa mikinn áhuga á Perin en hann segist vilja fara til Juventus, standi það til boða. Samningur Perin rennur út á næsta ári og hefur stjórn Genoa lofað að leyfa honum að fara í sumar.

„Það er klárt mál að ég myndi velja Juventus. Það gerir mig mjög ánægðan að heyra að Juve hafi áhuga á mér," sagði Perin við Corriere di Torino.

Juve og Genoa munu funda um félagaskiptin á miðvikudaginn.

„Mig dreymir um að spila í Meistaradeildinni og það er eina ástæðan fyrir því að ég fer frá Genoa.

„Szczesny hræðir mig ekki. Samkeppni er heilbrigð og ég er viss um að við myndum bæta hvorn annan."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner