Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 21. maí 2018 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Paulo Dybala fer á HM - Enginn Icardi
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala fer með argentínska landsliðinu til Rússlands í sumar en Mauro Icardi er skilinn eftir heima.

Icardi var næstmarkahæstur í Serie A með 29 mörk, það mesta sem leikmaður Inter hefur skorað í deild síðan 1959.

Argentína er með Íslandi, Nígeríu og Króatíu í riðli en fyrsti leikurinn verður gegn Íslandi þann 16. júní í Moskvu.

Dybala er partur af ótrúlega öflugum hóp þar sem Sergio Aguero og Gonzalo Higuain berjast um stöðu fremsta manns. Dybala gæti endað sem varaskeifa fyrir Lionel Messi.

Sergio Romero, varamarkvörður Manchester United, og Marcos Rojo eru í hópnum auk Nicolas Otamendi og Sergio Aguero hjá Manchester City. Willy Caballero, varamarkvörður Chelsea, er einnig í hópnum ásamt Manuel Lanzini sem spilar fyrir West Ham.

Papu Gomez, Javier Pastore, Diego Perotti, Angel Correa og Ramiro Funes Mori eru meðal þeirra sem komast ekki með.

Markmenn:
Sergio Romero, Willy Caballero, Franco Armani

Varnarmenn:
Gabriel Mercado, Cristian Ansaldi, Nicolas Otamendi, Federico Fazio, Marcos Rojo, Nicolas Tagliafico, Marcos Acuna

Miðjumenn:
Javier Mascherano, Eduardo Salvio, Lucas Biglia, Giovani Lo Celso, Ever Banega, Manuel Lanzini, Maxi Meza, Angel Di Maria, Christian Pavon

Sóknarmenn:
Lionel Messi, Paulo Dybala, Gonzalo Higuain, Sergio Aguero
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner