Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. maí 2018 23:00
Ingólfur Stefánsson
Sarri íhugar tilboð frá Zenit
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri er að íhuga tilboð frá Zenit St Pétursborg í Rússlandi samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu.

Sarri hefur verið eftirsóttur undanfarið en hann hefur meðal annars verið orðaður við Chelsea.

Roberto Mancini, fyrrum þjálfari Zenit, tók við ítalska landsliðinu fyrr í mánuðinum og í kjölfarið buðu Zenit Sarri samning.

Sarri ýtti undir sögusagnir þess efnis að hann væri á förum frá Napoli eftir síðasta leik liðsins á tímabilinu en þá sagði hann að allir hlutir myndu enda einn daginn.

Hann segir að hann hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvar hann muni þjálfa á næsta tímabili en hann sagði þó að hann myndi ekki þjálfa annað ítalskt félag en Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner