„Þetta er ekki búið fyrr en það er flautað af og við fengum að kynnast því hressilega í dag," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli gegn FH í toppslag í Pepsi-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Breiðablik
Kassim Doumbia jafnaði fyrir FH eftir hornspyrnu í viðbótartíma.
„Ef menn eru ekki á tánum eitt örlítið augnablik þá getur það kostað þig og það kostaði okkur í dag. Auðvitað er þetta blóðugt."
„Mér fannst við koma hingað og sýna að vildum ekki eitt stig heldur þrjú stig. Það sáust ekki 120 mínútur á mínu liði. Maður er drullusvekktur. Þetta er skrýtin tilfinning."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir