„Við erum hundsvekktir. Mér fannst við spila mjög vel í kvöld og eiga skilið meira en eitt stig. Við getum ekki verið annað en fúlir," sagði Guðjón Pétur í samtali við Tómas Meyer hjá Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn FH í Kaplakrika í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Breiðablik
„Mér fannst við sterkari aðilinn í leiknum. Það er mjög jákvætt að koma hingað og vera betra liðið. Við getum verið ánægðir með það, en erum fúlir með að hafa fengið bara eitt stig," sagði Guðjón sem segist vera ánægður með spilamennsku Blika í sumar.
„Við höfum verið nokkuð sannfærandi hingað til á tímabilinu. Við erum mjög heilsteyptir. Við erum gott lið, og erum að bæta hvorn annan upp. Við erum með lið sem á að geta gert góða hluti. Við erum að sýna það alltaf meira og meira."
Guðjón var í mikilli baráttu við Jón Ragnar í leiknum í kvöld.
„Mér finnst hann mjög skemmtilegur og við erum góðir félagar. Ég var svolítið fúll, ég átti að fá tvö víti, ég er spenntur að sjá það," sagði Guðjón.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að lokum.
Athugasemdir