Stórleikur 9. umferðar er án efa leikur FH og Breiðabliks sem fram fer í Kaplakrika í kvöld.
Þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar, FH á toppnum með 19 stig en Blikar með 18 í 2. sætinu.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir að leikurinn leggist mjög vel í hann.
Þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar, FH á toppnum með 19 stig en Blikar með 18 í 2. sætinu.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir að leikurinn leggist mjög vel í hann.
„Blikarnir hafa verið að spila mjög vel og eru ósigraðir í deildinni. Þetta verður góður leikur. Tvö góð knattspyrnulið."
Bæði lið spiluðu í bikarnum á fimmtudaginn, Blikarnir fóru í framlengingu þar sem þeir töpuðu gegn 1. deildarliði KA. Heimir reiknar ekki með því að það eigi eftir að skipta máli í kvöld.
„Menn hafa verið að æfa vel yfir veturinn og eiga að þola eitthvað smá álag. Ég held að það eigi ekki eftir að hjálpa okkur neitt á sunnudaginn."
„Ef við höldum hinsvegar að það hjálpi okkur þá lendum við í veseni."
„Mér finnst við hafa verið að bæta okkur. Við eigum töluvert inni. Við getum spilað betur og lengt spilkaflana hjá okkur. Það er bara 9. umferð og við stefnum á að reyna bæta okkur," sagði Heimir sem býst við því að allir leikmenn liðsins verði tilbúnir í slaginn í kvöld, fyrir utan Jonathan Hendricks sem er enn meiddur. Heimir vonast eftir góðri mætingu á völlinn í kvöld.
„Það kæmi mér á óvart ef það verður ekki 3000 manns á vellinum."
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir