mið 21. júní 2017 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: ÍH og Augnablik berjast á toppnum - Stokkseyri vann
Hjörtur var á skotskónum.
Hjörtur var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH er á toppnum í riðlinum.
ÍH er á toppnum í riðlinum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Það voru þrír leikir í B-riðli 4. deildar karla í kvöld.

Augnablik og ÍH áttu bæði leiki í kvöld, en liðin eru að berjast á toppnum í riðlinum, ásamt KFS og Vatnaliljum,

Augnablik sótti SR heim og komst strax yfir eftir eina mínútu þegar markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði.

SR náði að jafna og staðan í hálfleik var 1-1. Augnablik gaf hins vegar í þegar í seinni hálfleikinn var komið og þeir komust í 6-1 áður en SR náði aftur að minnka muninn. Lokatölur í leiknum voru 7-2.

Augnablik komst í annað sæti riðilsins með sigrinum, en á toppnum er ÍH. Hafnfirðingar náðu að klára Elliða í kvöld, 3-2. Elliði er á botninum án stiga, en þeir gáfu ÍH alvöru leik í kvöld.

Að lokum vann síðan Stokkseyri sinn annan sigur í sumar. Stokkseyri fékk Afríku í heimsókn og þar var lokaniðurstaðan 4-0 fyrir heimamenn, sem eru í fimmta sæti riðilsins.

4. deild karla - B riðill
SR 2 - 7 Augnablik
0-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('1)
1-1 Andri Jónsson ('10)
1-2 Kári Ársælsson ('20)
1-3 Hermann Árnason ('60)
1-4 Ágúst Örn Arnarson ('71)
1-5 Páll Olgeir Þorsteinsson ('78)
1-6 Hreinn Bergs ('82)
2-6 Markaskorara vantar ('90)
2-7 Ágúst Örn Arnarson ('91)

Stokkseyri 4 - 0 Afríka
1-0 Jón Reynir Sveinsson ('27)
2-0 Örvar Hugason ('37)
3-0 Guðni Þór Þorvaldsson ('54)
4-0 Elías Örn Arnarsson ('90)

ÍH 3 - 2 Elliði
1-0 Alex Birgir Gíslason ('23)
1-1 Alexander Elvar Friðriksson ('45)
2-1 Magnús Stefánsson ('47)
3-1 Andri Magnússon ('61)
3-2 Stefán Karel Valdimarsson ('93)






Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner