Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júní 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero ætlar að klára samning sinn hjá Man City
Aguero kann vel við sig í ljósbláu.
Aguero kann vel við sig í ljósbláu.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero ætlar að klára samning sinn hjá Manchester City áður en hann fer að hugsa um einhverjar breytingar.

Aguero gæti fengið meiri samkeppni í sóknarleiknum hjá City fyrir næsta tímabil. Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, er sagður efstur á óskalista Pep Guardiola og þá er félagið einnig að fylgjast með stöðu mála hjá Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmanni Dortmund.

Þá er Gabriel Jesus einnig hjá Man City, en hann sló Aguero út úr byrjunarliðinu á síðasta tímabili.

Þrátt fyrir þetta ætlar Aguero ekki að fara neitt, allavega ekki strax.

„Ég á enn tvö ár eftir af samningi mínum hjá Manchester City," sagði Aguero Xinhua í Kína. „Ég er mjög ánægður hérna, þannig að ég mun vera hérna þar til samningurinn minn klárast."

„Ég hef ekki hugsað um það hvar ég mun spila næst, ég einbeiti mér bara að starfi mínu hérna (hjá Man City)."
Athugasemdir
banner
banner
banner