Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 19:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álfukeppnin: Mexíkó kom til baka og vann Nýja-Sjáland
Mexíkó unnu sinn fyrsta sigur í mótinu.
Mexíkó unnu sinn fyrsta sigur í mótinu.
Mynd: Getty Images
Mexíkó 2 - 1 Nýja-Sjáland
0-1 Chris Wood ('42 )
1-1 Raul Jimenez ('54 )
2-1 Oribe Peralta ('72 )

Mexíkó sýndi karakter er liðið kom til baka og vann Nýja-Sjáland í sínum öðrum leik í Álfukeppninni í Rússlandi.

Nýja-Sjáland komst óvænt yfir þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum. Chris Wood, sóknarmaður Leeds, skoraði og kom Ný-Sjálendingum sanngjarnt í forystu, en staðan í hálfleik var 1-0.

Mexíkó gerði breytingu á liði sínu í hálfleik og þeir mættu af krafti í seinni hálfleikinn. Raul Jimenez jafnaði fljótlega og nokkru síðar gerði Oribe Peralta annað markið og kom Mexíkó yfir.

Lokatölur 2-1 fyrir Mexíkó, sem er núna á toppi A-riðilsins með fjögur stig, líkt og Portúgal. Rússar eru með þrjú stig og Nýja-Sjáland er án stiga botni þessa riðils.
Athugasemdir
banner
banner
banner