Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júní 2017 16:56
Elvar Geir Magnússon
Álfukeppnin: Ronaldo skaut Portúgal til sigurs gegn Rússum
 Cristiano Ronaldo fær tæklingu frá Fyodor Kudtyashov í leiknum í dag.
Cristiano Ronaldo fær tæklingu frá Fyodor Kudtyashov í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Rússland 0 - 1 Portúgal
0-1 Cristiano Ronaldo ('8 )

Portúgal vann gestgjafa Rússlands í Álfukeppninni en leiknum var að ljúka. Rússar voru Evrópumeisturunum erfiðir í seinni hálfleik en tókst ekki að koma inn marki.

Eins og venjulega beindust allra augu að Cristiano Ronaldo. Hann fékk góðan skammt af bauli þegar hann snerti boltann en lét ekki stöðva sig. Portúgalska ofurstjarnan skoraði eina mark leiksins af stuttu færi eftir fyrirgjöf á 8. mínútu.

Portúgal leiðir A-riðil þegar ein umferð er eftir. Rússar þurfa að fá eitthvað úr Mexíkó í lokaleiknum ef þeir ætla að halda sér inni í keppninni.

Klukkan 18 mætast Mexíkó og Nýja-Sjáland en leikurinn verður sýndur beint á RÚV 2.

Byrjunarlið Rússlands: Akinfeev, Samedov, Dzhikija, Vasin, Kudryashov, Zhirkov, Shishkin, Glushakov, Golovin, Smolov, Kombarov.

Portúgal: Rui Patricio, Cedric, Pepe, Bruno Alves, Guerreiro, Bernardo Silva, William Carvalho, Adrien Silva, Andre Gomes, Ronaldo, Andre Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner