Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júní 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alves biður um að fá að fara frá Juventus
Alves er á förum frá meisturunum.
Alves er á förum frá meisturunum.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Dani Alves hefur beðið um að fá að yfirgefa Ítalíumeistara Juventus, en þetta staðfesti framkvæmdastjóri félagsins, Giuseppe Marotta, í dag.

Alves átti gott tímabil á Ítalíu og hjálpaði Juventus að vinna deild og bikar, ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hann er nú hins vegar á förum, eftir aðeins eitt tímabil, en líklegasti áfangastaður hans er klárlega enska úrvalsdeildina.

Alves hefur verið orðaður við Manchester City og Chelsea.

„Dani Alves vill breyta um umhverfi, þannig að við munum komast að sameiginlegu samkomulagi og óska honum góðs gengis," sagði Marotta við fjölmiðla í dag.

Eins og hér áður segir þá eru Man City og Chelsea í baráttunni um hann, en á dögunum hafnaði Juventus tilboði frá Chelsea í vinstri bakvörðinn Alex Sandro. Það tilboð var í kringum 50 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner