Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 06:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Bakvörður Porto á lista yfir hugsanlega arftaka Walker
Pochettino þarf að gera ráðstafanir ef hann missir Kyle Walker
Pochettino þarf að gera ráðstafanir ef hann missir Kyle Walker
Mynd: Getty Images
Ricardo Pereira varnarmaður Porto er meðal leikmannanna í huga Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, sem mögulegur arftaki Kyle Walker, ef enski landsliðsmaðurinn ákveður að yfirgefa félagið.

Hinn 27 ára gamli Walker hefur verið mikið orðaður við flutninga yfir til Manchester en Pep Guardiola sagði að hann væri fullviss um að kaupa hægri bakvörðinn fyrir 40 milljónir punda.

Samkvæmt Sky Sports, hefur Pereira, sem hefur eytt síðustu tveimur tímabilum á láni hjá Nice, þar sem hann hefur spilað 57 leiki og var einn af lykilmönnum liðsins sem endaði í þriðja sæti í Ligue 1 í vetur, 22 milljónir punda klásúlu í samning sínum við Porto og er innan verðlags Tottenham.

Borussia Dortmund, París Saint-Germain og Barcelona eru einnig sagðir vera að fylgjast með framtíð hans og hafa áhuga á að lokka hann til sín núna í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner