mið 21. júní 2017 11:28
Elvar Geir Magnússon
Barcelona að fá Brasilíumann
Lucas Lima.
Lucas Lima.
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að sóknarmiðjumaðurinn Lucas Lima muni skrifa undir samning við Barcelona þann 1. júlí.

Lima mun þó ekki ganga í raðir Börsunga fyrr en í janúar þegar tímabilinu í Brasilíu lýkur en þá rennur samningur hans við Santos út.

Lima, sem er 26 ára, og Neymar eru nánir vinir.

Lima á 14 landsleiki fyrir Brasilíu en hann hefur allan sinn feril leikið í heimalandinu.

Barcelona vann spænska Konungsbikarinn á liðinni leiktíð en tímabilið voru þó mikil vonbrigði fyrir félagið. Erkifjendurnir í Real Madrid urðu Spánarmeistarar og unnu Meistaradeildina.

Ernesto Valverde tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona af Luis Enrique.
Athugasemdir
banner