Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 18:15
Magnús Már Einarsson
Best í 9. umferð: Er ótrúlega þakklát fyrir að vera hér
Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Anisa Raquel Guajardo.
Anisa Raquel Guajardo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var ánægð með leikinn gegn KR. Þetta voru góð úrslit í erfiðum aðstæðum veðurfarslega séð. Liðið hélt einbeitingu og við stjórnuðum leiknum," sagði Anisa Raquel Guajardo við Fótbolta.net í dag en hún er leikmaður 9. umferðar í Pepsi-deild kvenna.

Anisa skoraði tvívegis í 5-0 útisigri Vals á KR í gærkvöldi.

„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið besti leikurinn minn á tímabilinu en þjálfarinn var ánægður með frammistöðu mína og það gerir mig ánægða."

Valur er níu stigum á eftir toppliði Þór/KA eftir fyrri umferðina en Anisa heldur ennþá í vonina um að liðið geti orðið Íslandsmeistari.

„Ég hef trú á því að við getum unnið titilinn á þessu sinni. Mótið er hálfnað og við erum að spila vel. Við erum með meðbyr."

Anisa er mexíkóskur landsliðsmaður en hún kom til Vals í vetur eftir að hafa síðast leikið í Ástralíu.

„Eftir Ástraliu þá bauð umboðsmaður minn mér upp á þetta tækifæri með Val. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera hér."

„Ég elska lífið og fóboltann á Ísland. Landið er allt öðruvísi nokkur öðru sem ég hef upplifað áður og fótboltinn er góður. Ég tekst á við áskoranir á hverri æfingu og í hverjum leik og það hjálpar mér að bæta mig sem leikmaður."


Anisa er ekki eini Mexíkóinn hjá Val því Ariana Calderon er líka hjá félaginu. Ariana skoraði einnig tvívegis gegn KR í gærkvöldi.

„Ég nýt þess virkilega að Ari sé hér með mér. Það er gott að þurfa ekki að takast ein á við þessa reynslu. Það hjálpar að hafa kunnugleg andlit með þér. Við erum báðar að njóta þess að vera á Íslandi og spila með Val," sagði Anisa.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's.

Sjá einnig:
Leikmaður 8. umferðar - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Leikmaður 7. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 5. umferðar - Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Leikmaður 4. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner