Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðla til stuðningsmanna Mexíkó að hætta niðrandi söngvum
Það er vesen á stuðningsmönnum Mexíkó.
Það er vesen á stuðningsmönnum Mexíkó.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Knattspyrnusamband Mexíkó hefur biðlað til "lítils hóp" stuðningsmanna að hætta söngum sem FIFA segir vera niðrandi í garð samkynhneigðra.

Þessi yfirlýsing frá knattspyrnusambandi Mexíkó kemur eftir janftefli landsliðsins gegn Portúgal í fyrsta leik sínum í Álfukeppninni.

FIFA hefur sent knattspyrnusambandi Mexíkó viðvörun, en það verður gripið til aðgerða ef þetta gerist aftur.

Mexíkó hefur nú þegar verið sektað átta sinnum í undankeppni HM fyrir ljóta söngva og ljót orð í garð samkynhneigðra.

„Framlag okkar á vellinum verður að engu vegna þessarar hegðunnar, við töpum leiknum, við fáum ekki að spila eða ykkur verður bannað að mæta á völlinn," segir í yfirlýsingu sem knattspyrnusamband Mexíkó sendi frá sér í dag.

„Við töpum, þið tapið, allir tapa."

Mexíkó er þessa stundina að spila gegn Nýja-Sjálandi í Álfukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner