Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júní 2017 09:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Coentrao að ganga til liðs við Sporting
Coentrao hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Real
Coentrao hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Real
Mynd: Getty Images
Fabio Coentrao, varnarmaður Real Madrid, fór í læknisskoðun hjá Sporting Lisbon á þriðjudag og er á leiðinni á lán til Portúgals en þetta sagði forseti Real Madrid, Florentino Perez, í viðtali við útvarpsstöðina Onda Cero í gær.

Vinstri bakvörðurinn gekk í raðir Real árið 2011 frá keppinautum Sporting, Benfica, fyrir um 26 milljónir punda og átti hann að veita Marcelo keppni um vinstri bakvarðarstöðuna.

Endalaus meiðsli hömluðu þó framförum hans á Spáni og náði hann sér aldrei á strik hjá Madridarliðinu. Coentrao hefur spilað 106 leiki á fimm leiktíðum fyrir Real, ásamt því að eyða 2015-16 leiktíðinni á láni hjá Mónakó.

Hann hefur aldrei spilað meira en 20 deildarleiki á einu tímabili fyrir Real. Á þeim tíma sem hann hefur dvalið hjá Real hefur hann unnið tvo La Liga titla, tvo Meistaradeildartitla og einn Copa del Rey.
Athugasemdir
banner
banner