Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júní 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Di Maria í eins árs skilorðsbundið fangelsi
Di Maria í veseni fyrir skattsvik.
Di Maria í veseni fyrir skattsvik.
Mynd: Getty Images
Þessa daganna er mikið fjallað um skattsvik fótboltamanna á Spáni. Cristiano Ronaldo er sakaður um stórfellt skattsvik og þá er Jose Mourinho, stjóri Manchester United, einnig til rannsóknar.

Nú hefur Angel Di Maria, leikmaður Paris Saint-Germain sem var áður á mála hjá Real Madrid, verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik á Spáni.

Hann hefur líka verið sektaður um 1,76 milljónir punda fyrir brot sín.

Di Maria játaði fyrir dómara að hafa svikið 1,16 milljónir punda undan skatti á meðan hann var leikmaður Real Madrid.

Hinn 29 ára gamli Di Maria gerði samning við spænsk yfirvöld um að sleppa við réttarhöld, en hann var eins og áður segir dæmdur í eins árs fangelsi fyrir brot sín. Di Maria þarf hins vegar ekki að sitja á bak við lás og slá þar sem á Spáni er reglan sú að ef manneskja er dæmd í minna en tveggja ára fangelsi og ef um fyrsta brot er að ræða, þá þarf hinn sami ekki að sitja af sér fangelsisvist.
Athugasemdir
banner
banner