mið 21. júní 2017 17:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Tékkland með frekar óvæntan sigur
Mynd: Getty Images
Tékkland U21 3 - 1 Ítalía U21
1-0 Michal Travnik ('24)
1-1 Domenico Berardi ('70)
2-1 Marek Havlík ('79)
3-1 Michael Lüftner ('85)

Tékkland vann óvæntan sigur á Ítalíu þegar liðin mættust á Evrópumóti U-21 árs liða í Póllandi í dag.

Ítalía vann sinn fyrsta leik á meðan Tékkland lá gegn Þýskalandi. Þegar litið var yfir liðin þá virtist Ítalía vera með sterkara lið.

Úrslitin ráðast samt ekki á pappírnum og í dag var það Tékkland sem reyndist sigurliðið. Þeir leiddu 1-0 í hálfleik, en þegar 20 mínútur voru eftir jafnaði Domenico Berardi fyrir Ítala.

Þá héldu margir að Ítalía myndi kannski stela sigrinum, en nei! Tékkland setti tvö mörk og vann að lokum 3-1.

Nú er Þýskaland í góðum möguleika á að vinna riðilinn, en Þjóðverjar leika gegn Danmörku síðar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner