Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júní 2017 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Þýskaland svo gott sem komið áfram
Selke skoraði og lagði upp í kvöld.
Selke skoraði og lagði upp í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þýskaland U21 3 - 0 Danmörk U21
1-0 David Selke ('52)
2-0 Marc-Oliver Kempf ('72)
3-0 Nadiem Amiri ('79)

Það var eitthvað stórt að gerast til þess að Þýskaland komist ekki áfram á Evrópumóti U-21 árs liða í Póllandi.

Þjóðverjar mættu Danmörku í leik kvöldsins, en hvorugu liðinu tókst að koma inn marki í fyrri hálfleiknum.

Í seinni hálfleiknum setti Þýskaland í næsta gír og uppskáru þeir þrjú mörk og niðurstaðan var 3-0 sigur Þjóðverja.

Þýskaland er í mjög ákjósanlegri stöðu fyrir lokaleik sinn gegn Ítalíu. Ítalska liðið tapaði óvænt í dag gegn Tékklandi og fyrir þennan síðasta leik er þýska liðið með sex stig á meðan Tékkland og Ítalía eru með þrjú. Það má ekki gleyma því að liðið með bestan árangur í öðru sæti fer einnig áfram og það lið gæti vel komið úr þessum riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner