Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. júní 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Moise Kean segir að Juventus skuldi traktora
Moise Kean er einn efnilegasti leikmaður heims.
Moise Kean er einn efnilegasti leikmaður heims.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola.
Mino Raiola.
Mynd: Getty Images
Faðir Moise Kean, leikmanns Juventus, fer á kostum í viðtali við Tuttosport. Þar segir hann ýmsa áhugaverða hluti, þar á meðal að Juventus skuldi sér nokkra traktora.

Biorou Kean heitir maðurinn, en hann segist hafa náð samkomulagi við Juventus um nýjan samning fyrir soninn. Hann segir að Juventus skuldi traktora sem hluta af samningnum, en Biorou er með býli heima á Fílabeinsströndinni og þarf þessa umræddu traktora.

Hann segist aldrei hafa fengið þessa traktora sem voru hluti af samkomulaginu.

Þetta er allt saman leiðindarmál. Mino Raiola, ofurumbinn, er skráður sem umboðsmaður Kean, sem er einn efnilegasti leikmaður heims, en faðir leikmannsins kannast ekki við það.

„Juventus bauð samning upp á 700 þúsund pund á ári, sem er fínt, en vandamálið er það að þeir lofuðu mér líka nokkrum traktorum fyrir fyrirtækið mitt á Fílabeinsströndinni, en núna segja þeir að það sé enginn peningur til fyrir þeim," sagði Biorou Kean í eins og áður segir skemmtilegu viðtali við Tuttosport.

„Ég á land sem er nokkrir hektarar á Fílabeinsströndinni, en ég bað Juventus um að fá nokkrar vélar og þeir sögðu mér að það væri ekkert mál. Þetta hefur breyst núna."

Biorou segir að Raiola sé ekki umboðsmaður sonar síns.

„Raiola segist vera umboðsmaður sonar míns, en sannleikurinn er sá að við skrifuðum aldrei undir neinn samning. Ef ég fengi að velja þá myndi taka annan umboðsmann en hann."

Kean er gríðarlega efnilegur leikmaður, en hann verður 18 ára gamall í febrúar á næsta ári. Hann gæti farið frítt frá Juventus ef þetta skýrist ekki allt saman. Ansi furðulegt mál!
Athugasemdir
banner
banner